Navigation path

CE-merkingar í landinu þínu

Tengdir hlekkir

Aðrar upplýsingar

Hvert er hlutverk stjórnvalda?

Framleiðendur, innflytendur og dreifingaraðilar bera ábyrgð á að setja aðeins öruggar vörur sem uppfylla kröfur á markað. Því miður er til fólk sem ekki fylgir reglunum fyrr en þeir verða uppvísir að því að brjóta gildandi lög og reglur.

Þess vegna hafa Evrópulönd komið upp markaðseftirliti. Þeirra hlutverk er að hafa eftirlit með markaðnum og vernda neytendur fyrir vörum sem ekki eru öruggar eins og hægt er. Markaðseftirlitsstjórnvöld hafa eftirlit með framleiðendum, innflytjendum og dreifingaraðilum með því að taka til skoðunar og gera prófanir á vöru og bregðast við ef reglur eru brotnar. Slík viðbrögð felast meðal annars í að innkalla vörur sem ekki eru öruggar frá neytendum, sjá til þess að vörur eru fjarlægðar úr hillum verslana, fyrirskipa eyðingu á hættulegum varningi og leggja á sektir eða önnur viðurlög.

Markaðseftirlitsstjórnvöld sem starfa í mimsunandi ríkjum senda tilkynningar til hvors annars þegar þau grípa til aðgerða gegn vörum sem ekki teljast vera öruggar. Þau deila þessum upplýsingum í gegnum hraðvirkt viðvörunarkerfi sem heitir RAPEX. Þetta gerir öðrum Evrópulöndum kleift að grípa til svipaðra aðgerða.

Markaðseftirlitsstjórnvöld fylgja einnig eftir kvörtunum frá neytendum þegar upp koma öryggisvandamál vegna vöru á markaði.

Hvað getur þú sem neytandi gert?

Þrátt fyrir að flestir Evrópskir framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðilar fylgi reglunum hafa neytendur hlutverki að gegna.

Alltaf skal kaupa vörur frá verslunum og netverslunum sem hægt er að treysta. Þeim er umhugað um vörurnar sem þær selja og yfirleitt er hægt að skila vörum til þeirra. Hinsvegar verður að hafa varann á þegar átt er í viðskiptum við varasama kaupsýslumenn. Þeir eru gjarnir á að virða að vettugi heilsuverndar- og öryggisreglur og gætu líka höndlað með falsaðar vörur. Ef tilboð virðist of gott til að vera satt er ekki ólíklegt að það sé of gott til að vera satt.

Lesið allar viðvaranir og leiðbeiningar. Verið meðvituð um aldurs- og öryggistilmæli, sérstaklega þegar kemur að leikföngum og öðrum barnavörum og takið tilmælin alvarlega.

Látið alltaf framleiðanda eða smásöluaðila vita af öryggisvandamáli við vöru sem keypt var af þeim. Látið þar að auki viðeigandi stjórnvöld vita þar sem það stuðlar að því að frekari skref verða tekin til að tryggja öryggi vörunnar.

Hvar er hægt að nálgast frekari upplýsingar?

Frekari upplýsingar um löggjöf og markaðseftirlit færðu hér:

Upplýsingar um CE-merkingar í Evrópu út frá hagsmunum neytenda, hafið samband við:

ANEC, the European consumer voice in standardisation
Avenue de Tervueren 32, Box 27
B-1040 Brussels, Belgium
Netfang: anec@anec.eu
www.anec.eu