Navigation path

Additional tools

CE merking – Grunnatriði og algengar spurningar

Grunnatriði

CE merkið táknar að varan sé í samræmi við löggjöf ESB/EES og þar með er flutningur á vörunni frjáls og án hindrana á innri EES markaðnum í Evrópu. Með áfestingu CE merkisins á vöruna lýsir framleiðandi því þar með yfir á sína eigin ábyrgð að varan sé í samræmi við allar kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum um CE merkið og vöruna megi því selja á Evrópska efnahagssvæðinu  (EES; sem samanstendur af 28 aðildarríkjum ESB og EFTA-ríkjum, þ.e. Íslandi, Noregi og Liechtenstein), auk Tyrklands. Þetta á líka við um vörur sem eru framleiddar í ríki sem eru fyrir utan EES svæðið og seldar innan EES svæðisins.

Ekki eiga allar vörur að vera CE merktar. Aðeins á að CE merkja vörur sem falla undir sértilskipanir ESB þar sem gerð er krafa um CE merkingu.

CE merkið táknar ekki að varan hafi verið framleidd innan EES-svæðisins heldur er merkið aðeins yfirlýsing um að mat hafi farið fram og að varan uppfylli allar viðeigandi lagakröfur áður en hún var sett á markað (s.s. um samræmdar öryggiskröfur). Það þýðir að framleiðandinn hefur gengið úr skugga um að varan uppfylli og sé í samræmi við allar grunnkröfur (s.s. varðandi heilsu, öryggi og umhverfi) sem gerðar eru í viðeigandi sértilskipun sem gildir um viðkomandi vöru – eða; sé þess krafist í reglunum, að hann hafi fengið óháðan aðila til að meta samræmi vörunnar við kröfur sem gerðar eru.

Framleiðandi ber ábyrgð á því að meta samræmi vöru við kröfur, hann skal útbúa öll tæknileg skjöl sem eru grundvöllur að EB samræmisyfirlýsingunni og hann festir CE merkið á vöruna. Dreifingaraðilar verða að ganga úr skugga um að CE merkið sé á vörunni og að öll nauðsynleg skjöl séu til staðar. Ef varan er flutt inn frá ríki utan EES svæðisins þá verður innflytjandi að ganga úr skugga um að framleiðandinn hafi framkvæmt öll nauðsynleg atriði sem þarf að uppfylla og hafi öll skjöl til reiðu sem staðfesti það ef eftir því er óskað.

Nánari upplýsingar fyrir fagaðila
Nánari upplýsingar fyrir neytendur

ALGENGAR SPURNINGAR

Er hægt að vera viss um að CE-merkt vara sé örugg?

Vegna falsana og ólögmætrar notkunar á merkinu er því miður aldrei hægt að vera 100% viss um að vörur sem eru CE-merktar séu öruggar. Með innleiðingu á reglugerð Ráðsins nr. 765/2008/EBpdf og ákvörðun 768/2008/EBpdf eru skyldur framleiðandans verið útskýrðar í smáatriðum.

CE merking byggir á heildarferli sem á að tryggja að það starfi og virki rétt. Heildarferlið  samanstendur af framleiðendum, innflytjendum, dreifingaraðilum, tilkynntum aðilum og markaðseftirlitsstjórnvöldum, hefur verið verulega styrkja með „Nýja lagarammanum“ þ.e. reglugerð 765/2008/EB, 764/2008/EB og 768/2008 en meginmarkmið með þeirri löggjöf er að íþyngja sem minnst aðilum í viðskiptalífi en á sama tíma að tryggja mjög hátt öryggisstig og neytendavernd.

Get ég, sem framleiðandi, CE- merkt vörurnar mínar sjálfur?

Já. Það er alltaf framleiðandinn sjálfur sem CE-merkir vörurnar sínar eða viðurkenndur fulltrúi  hans eftir að nauðsynlegt samræmismatsferli hefur farið fram. Þetta þýðir að áður en hægt er að CE-merkja  og varan er sett r á markað, verður varan að fara í gegnum samræmismatsferlið sem tekið er fram í einni eða fleiri af viðkomandi sértilskipunum. Í tilskipununum er tekið fram  hvort að framleiðandinn geti sjálfur séð um samræmismatið eða hvort hann þurfi að fá  þriðji aðila s.n. tilkynntur aðili til að koma að samræmismatinu.

Hvar á CE-merkið að vera staðsett?

Merkið á annaðhvort að vera fest á vöruna eða á  sérstakt spjald sem er á vörunni.  Þegar það er ekki hægt vegna eðlis vörunnar skal setja CE-merkið á umbúðirnar og fylgiskjöl.

Hvað er samræmisyfirlýsing framleiðanda?

EB-samræmisyfirlýsing (DoC) er skjal sem inniheldur yfirlýsingu framleiðanda eða viðurkennds fulltrúa  hans innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um að varan uppfylli allar nauðsynlegar kröfur tilskipananna sem eiga við um þessa tilteknu vöru. Samræmisyfirlýsingin verður líka innihalda nafn og heimilisfang framleiðanda ásamt upplýsingum um vöruna, svo sem vörumerki og raðnúmer. Einstaklingur sem vinnur fyrir framleiðandann eða viðurkenndur fulltrúi  hans verður að undirrita yfirlýsinguna og hvert sé hlutverk hans innan fyrirtækisins þarf einnig að koma fram. Hvort sem tilkynntur aðili kom að málinu eða ekki, þá þarf framleiðandi að útbúa og undirrita EB-samræmisyfirlýsinguna.

Hver er munurinn á milli CE-merkingar og annarra merkinga og er hægt að setja fleiri merki á vöru sem á er CE-merki?

CE-merking er eina merkingin sem gefur til kynna að varan uppfyllir allar grunnkröfur tilskipananna sem kveða á um leyfilega notkun merkisins. Vara má bera fleiri merkingar svo lengi sem þær hafa ekki sömu þýðingu og CE-merkið, að ekki sé hætta á að þeim sé ruglað við CE-merkingu og að þær spilli ekki læsi- og sýnileika CE-merkisins.

Hver hefur umsjón með réttri notkun CE-merkingar?

Stjórnvöld í EES ríkjum bera ábyrgð á eftirliti með CE merkinu í samstarfi við framkvæmdastjórn ESB.

Hver eru viðurlögin við að falsa CE-merki?

Ferlin, ráðstafanirnar og viðurlögin sem liggja við fölsun á CE-merki eru mismunandi milli aðildarlanda. Þær fara eftir ákvæðum sérlaga og refsilöggjöf hvers ríkis fyrir sig. Eftir því hversu alvarlegt brotið er þá geta fyrirtæki og einstaklingar átt von á sekt og í sumum tilfellum fangelsisdómi. Hægt er að taka vöru af markaði eða afturkalla hana. Hinsvegar ef varan er ekki talin valda yfirvofandi hættu, getur verið að framleiðandi fái  tækifæri til þess að gera úrbætur svo  að varan uppfylli og verði í samræmi við hlutaðeigandi löggjöf í stað þess að honum sé gert skylt að taka vöruna af markaði.

Hvar fæ ég meiri upplýsingar?

Á vefsíðu framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna er hægt að hlaða niður Leiðbeiningum um framkvæmd tilskipanna sem byggjast á Nýju aðferðinni og Altæku aðferðinni (sem oftast eru nefndar "Bláa handbókin Choose translations of the previous link ").

http://een.ec.europa.eu/

Hafa samband

ENTR /C/1 IM & ITS INTL DIMENSION

Share: FacebookGoogle+LinkedInsend this page to a friend