Ambaxxaturi tas-Sena Ewropea

Nína Dögg Filippusdóttir

Nína Dögg Filippusdóttir

Iceland

Nina Dögg Filippusdóttir er leikkona, kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur en hún útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Hún er einn af stofnendum leikhússins Vesturports, sem hefur vakið athygli fyrir frumlegar og vel uppfærðar sýningar bæði á Íslandi og erlendis. Nína Dögg hefur leikið í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu auk þess að taka þátt í uppfærslum Vesturports bæði á sviði og í kvikmyndum. Hún er nú fastráðin við Borgarleikhúsið. Nína Dögg var valin ein af rísandi stjörnum Evrópu á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2003.

„Ástæðan fyrir því að mig langar að taka þátt í að vera sendiherra fyrir Evrópuárið 2010 er að mig langar að við verðum meðvituð um fátækt, og að félagsleg einangrun getur valdið kvíða og geðrænum vandamálum,“ segir Nína Dögg. „Við erum eitt samfélag og berum öll ábyrgð hvert á öðru. Samstaða og samhugur til hvors annars getur skipt sköpum. Ég vona að hugmyndir mínar geti orðið að liði í að breyta vitund fólks um fátækt og félagslega einangrun.“

Nina Dögg is a well known actress and co-founder of Vesturport, a successful theatre and film production company.